10. júní 2016 |
Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar
Borist hefur auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í umdæmi Sýslumannsins á Vestfjörðum vegna kjörs forseta Íslands laugardaginn 25. júní. Í Reykhólahreppi verður hún mánudaginn 20. júní kl. 14-15 í frystihúsinu í Flatey og miðvikudaginn 22. júní kl. 18-19 á skrifstofu Reykhólahrepps á Reykhólum og Dvalarheimilinu Barmahlíð. Jafnframt er hún hvern virkan dag á venjulegum afgreiðslutíma á skrifstofum embættisins í Bolungarvík, á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík.
Í auglýsingunni koma einnig fram upplýsingar um heimild til að greiða atkvæði í heimahúsi ef kjósandi getur ekki sótt kjörfund vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar.
Auglýsingin í heild (pdf)
Sjá einnig: Hvar ertu á kjörskrá og hverjir eiga kosningarétt?