Auglýsing um deiliskipulag fyrir Tröllenda í Flatey
Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 20. ágúst 2015 að auglýsa skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi fyrir Tröllenda í Flatey.
Á athafnasvæði við ferjuhöfn í Flatey er komið fyrir fjórum byggingarlóðum. Skilgreind er lóð fyrir gamlan geymsluskúr sem stendur vestan við fiskvinnsluhús, vatnstank, olíutank, fjarskiptamastur og lóð undir nýbyggingu norðaustast á svæðinu.
Við gildistöku þessa deiliskipulags fellur úr gildi deiliskipulag fyrir olíubirgðastöð og rafstöðvarhús í Flatey sem samþykkt var 20.10.2000.
Skipulagsuppdráttur með greinargerð liggur frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá 1. október til 13. nóvember 2015. Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, www.reykholar.is.
Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a á Reykhólum eða í netfangið skrifstofa@reykholar.is fyrir 13. nóvember 2015, merkt „Deiliskipulag fyrir Tröllenda í Flatey“.
Reykhólar, 24. september 2015.
Bogi Kristinsson Magnusen,
skipulags- og byggingafulltrúi.
_______________________________
Uppdráttinn má finna undir Stjórnsýsla ► Skipulag Reykhólahrepps í valmyndinni vinstra megin og með því að smella hér.