Auglýsing um deiliskipulag fyrir Vestfjarðaveg
Hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 8. sept. 2011 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Vestfjarðaveg. Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagi fyrir Vestfjarðaveg. Skipulagsuppdrættir, greinargerð og umhverfisskýrsla munu liggja frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá 15. sept. til 31. okt. 2011. Enn fremur eru gögnin aðgengileg hér á heimasíðu sveitarfélagsins undir liðnum Stjórnsýsla > Skipulag Reykhólahrepps í valmyndinni vinstra megin. Gögnin eru á pdf-formi og bera eftirfarandi heiti (líka er hægt að smella á þau hér - notið prósentureitinn efst í glugganum til að stækka kortin):
Vestfjarðavegur, Kjálkafjörður, tillaga að deiliskipulagi, birt 09.09.2011
Vestfjarðavegur, Litlanes, tillaga að deiliskipulagi, birt 09.09.2011
Vestfjarðavegur, Kirkjuból, tillaga að deiliskipulagi, birt 09.09.2011
Vestfjarðavegur, Mjóifjörður, tillaga að deiliskipulagi, birt 09.09.2011
Vestfjarðavegur, greinargerð með deiliskipulagi, birt 09.09.2011 [ásamt umhverfisskýrslu]
Auglýsing þessi er líka í reitnum Tilkynningar hér neðst hægra megin á síðunni.
Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a eða á netfangið skrifstofa@reykholar.is merkt Deiliskipulag Vestfjarðavegar.
Reykhólum, 9. september 2011.
Bogi Kristinsson Magnusen,
skipulagsfulltrúi Reykhólahrepps.