Tenglar

13. júlí 2010 |

Auglýsing um hreppsnefndarkosningar 24. júlí

Kosningar til sveitarstjórnar Reykhólahrepps fara fram laugardaginn 24. júlí. Kjósa ber fimm aðalmenn og fimm til vara. Kjördeild verður á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a á Reykhólum. Kjörfundur hefst kl. 9 og lýkur honum kl. 18. Hreppsnefnd hefur gefið út kjörskrá og liggur hún frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá og með 14. júlí. Þetta kemur fram í auglýsingu frá kjörstjórn. Auglýsinguna í heild má sjá hér.

 

Kosningar í Reykhólahreppi eru óbundnar þar sem kosning er ekki bundin við framboð. Allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því. Þrír kjósendur hafa skorast undan endurkjöri í hreppsnefnd, þau Egill Sigurgeirsson, Karl Kristjánsson og Rebekka Eiríksdóttir.

 

Kjörstjórn gerir ráð fyrir að talning atkvæða fari fram strax og kjörfundi lýkur og gengið hefur verið frá gögnum til talningar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30