13. júlí 2010 |
Auglýsing um hreppsnefndarkosningar 24. júlí
Kosningar til sveitarstjórnar Reykhólahrepps fara fram laugardaginn 24. júlí. Kjósa ber fimm aðalmenn og fimm til vara. Kjördeild verður á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a á Reykhólum. Kjörfundur hefst kl. 9 og lýkur honum kl. 18. Hreppsnefnd hefur gefið út kjörskrá og liggur hún frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá og með 14. júlí. Þetta kemur fram í auglýsingu frá kjörstjórn. Auglýsinguna í heild má sjá hér.
Kosningar í Reykhólahreppi eru óbundnar þar sem kosning er ekki bundin við framboð. Allir kjósendur eru í kjöri nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því. Þrír kjósendur hafa skorast undan endurkjöri í hreppsnefnd, þau Egill Sigurgeirsson, Karl Kristjánsson og Rebekka Eiríksdóttir.
Kjörstjórn gerir ráð fyrir að talning atkvæða fari fram strax og kjörfundi lýkur og gengið hefur verið frá gögnum til talningar.