Tenglar

12. nóvember 2010 |

Auglýsing um kosningar til stjórnlagaþings

Auglýsing

um kosningar til stjórnlagaþings þann 27. nóvember 2010

skv. lögum nr. 90/2010 og nr. 120/2010

 

Kosningar til stjórnlagaþings verða þann 27. nóvember nk. og verður kjörstaður opinn frá kl. 10 til 18.

 

Kjörstaður verður í Reykhólaskóla í húsnæði nýja bókasafnsins.

 

Kjörskrá mun liggja frammi á skrifstofu Reykhólahrepps 10 dögum fyrir kjördag.

 

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla stendur til kl. 12 á hádegi þann 26. nóvember. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Reykhólahreppi verður auglýst sérstaklega á vef Reykhólahrepps en kosið verður á skrifstofu hreppsins.

 

Hægt er að kynna sér framkvæmd kosninganna og frambjóðendur á vefnum www.kosning.is. Þar er einnig hægt að nálgast sýnishorn af kjörseðli til að útfylla.

 

Kjörstjórn hvetur kjósendur til að taka með sér útfylltan kjörseðil til viðmiðunar, sem flýtir fyrir kosningu.

 

Reykhólum, 11. nóvember 2010,

kjörstjórn Reykhólahrepps,

Arnór Grímsson, Áslaug B. Guttormsdóttir, Steinunn Ó. Rasmus.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31