Tenglar

3. júní 2013 | vefstjori@reykholar.is

Auglýsing um styrki vegna hátíða og viðburða

Markaðsdeild Fjórðungssambands Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum um styrki til markaðssetningar á viðburðum og hátíðum á Vestfjörðum árið 2013. Styrkirnir eru fjármagnaðir úr Sóknaráætlun landshluta. Þeim er ætlað að vekja athygli á þeim hátíðum og viðburðum sem þegar eru haldin á Vestfjörðum og styðja við ímynd Vestfjarða.

 

Við úthlutun styrkja fyrir 2013 verður sérstaklega horft til eftirfarandi þátta: 

  • Dregur að ferðamenn utan háannatíma og / eða lengir ferðamannatímabilið
  • Stærð viðburðar / hátíðar
  • Aldur viðburðar / hátíðar
  • Svæðisbundin áhrif viðburðar / hátíðar
  • Efnahagslegt vægi viðburðar / hátíðar
  • Samfélagslegt vægi viðburðar / hátíðar

 

Umsóknarfrestur um verkefnastyrki er til og með 15. júní 2013.

 

Allar nánari upplýsingar gefur Díana Jóhannsdóttir, markaðsfulltrúi Markaðsstofu Vestfjarða, í síma 450 3002 eða í netfanginu diana@vestfirdir.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31