Tenglar

14. febrúar 2018 | Sveinn Ragnarsson

Auglýst breyting á deiliskipulagi í Flatey

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 8.febrúar 2018 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Tröllenda í Flatey í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Breytingin felur í sér að skilmálum fyrir lóð A1 Tröllenda er breytt.

Lóð er stækkuð  til vesturs og minnkuð til suðurs, en helst stærð lóðar óbreytt.

Heildar byggingarmagn hússin er aukið úr 120m² í 142m² ásamt 20m² geymsluskúrs.

Þakhalla er breytt og mega húsin vera með þakhalla  5-35°.

Mænisstefna mun taka mið af landi, þannig falla húsin betur  inn í umhverfið.

 

Skipulagsuppdrættir og greinargerð liggja frammi á skrifstofu Reykhólahrepps frá 22. febrúar  2018.  Ennfremur verða gögnin aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins www.reykholar.is.

 

Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a 380 Reykhólar eða á netfangið byggingarfulltrui@dalir.is  fyrir 6. apríl  2018.

 

 

 

Reykhólum, 14. febrúar 2018

Bogi Kristinsson Magnusen

Skipulags- og byggingarfulltrúi

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31