Tenglar

3. nóvember 2015 |

Auglýst eftir fólki í dreifbýlisnefnd Reykhólahrepps

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur ákveðið að koma á fót dreifbýlisnefnd. Helsta hlutverk hennar verður að koma á framfæri sjónarmiðum íbúa í dreifbýli og á jaðri sveitarfélagsins og vinna að málefnum sem þá varða.

 

Mikilvægt er að raddir sem flestra íbúa sveitarfélagsins fái að heyrast og því er slík nefnd kjörinn vettvangur til málefnalegrar umræðu. Ákjósanlegast er að fulltrúar í nefndinni séu úr sem flestum byggðum svæðisins, svo sem úr Gilsfirði/Geiradal, Innsveit, Gufudalssveit, Flateyjarhreppi hinum gamla og af Reykjanesi.

 

Áhugasamir hafi samband við Áslaugu B. Guttormsdóttur, fulltrúa sveitarstjórnar, í síma 894 1966 eða 434 7798 eftir kl. 16 eða um helgar.

 

Dreifibréf þessa efnis verður póstlagt á morgun, miðvikudag, og sent á öll heimili í sveitarfélaginu og þess gætt að það berist einnig á lögheimili í Flateyjarhreppi hinum gamla (annað póstnúmer).

 

Virðingarfyllst,

f.h. sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

Áslaug Berta Guttormsdóttir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30