Tenglar

2. febrúar 2023 | Sveinn Ragnarsson

Auglýst eftir leiðtoga hringrásarsamfélags

Reykhólahreppur auglýsir eftir verkefnastjóra hringrásarsamfélags í Reykhólahreppi.

Leitað er að leiðtoga með brennandi áhuga á mótun og uppbyggingu sjálfbærs hringrásarsamfélags, sem hefur getu til að halda utan um mismunandi verkþætti og hafa yfirsýn sem hjálpar við ákvarðanatöku og miðla réttum og skýrum skilaboðum til hagsmunaaðila.

 

Um er að ræða tveggja ára verkefni.

 

Helstu verkefni:

  • Vinna með sveitarstjórn og hagaðilum að mótun hringrásarsamfélags í Reykhólahreppi
  • Gerð og mótun auðlindafélags Reykhóla
  • Þátttaka í greiningarvinnu
  • Fjárfestakynningar
  • Samskipti við hagaðila
  • Upplýsingamiðlun, kynningar og fræðsla fyrir íbúa
  • Umsóknir í sjóði

Umsóknarfrestur er til og með 17. feb. 2023.

 

Sjá auglýsingu hér til hliðar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31