Tenglar

25. janúar 2011 |

Auglýst eftir myndum og munum á nýju sýninguna

Frá „gömlu“ sýningunni á Reykhólum.
Frá „gömlu“ sýningunni á Reykhólum.
Eins og fram hefur komið er verið að vinna að undirbúningi nýrrar sameiginlegrar sýningar í safnahúsinu á Reykhólum, þar sem gerð verða skil hlunnindanytjum og bátasmíðum á Breiðafirði. Vegna þessa verkefnis er óskað eftir myndum og munum sem tengjast sjósókn og hlunnindanytjum, svo sem æðarfugli og sel og öðrum nytjaskepnum. Auglýst er eftir myndum sem hægt væri að fá lánaðar til skönnunar ásamt leyfi til notkunar í þessum tilgangi. Jafnframt væri gott að fá leyfi til að nota á sýningunni gripi sem tengjast viðfangsefninu þannig að hún megi verða sem veglegust.

 

Fólk sem vill leggja þessu lið er beðið að hafa samband við einhvern neðanritaðra í síma eða tölvupósti. Þeir geta sótt muni og myndir og skilað myndum aftur eftir skönnun.

 

          Hjalti Hafþórsson, 861 3629, artser@simnet.is

          Eiríkur Kristjánsson, 898 3844, eirikur@reykholar.is

          Eiríkur Snæbjörnsson, 894 8414

 

Sjá einnig:

Stórhuga framkvæmdir á döfinni hjá Bátasafninu

Vefur Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum

 

P.s.: Þetta mun vera í fyrsta sinn sem myndir af dýrum fylgja þremur fréttum í röð á vef Reykhólahrepps. Fyrst var það mús, síðan villisvín og nú æðarfugl. Hvað skyldi koma næst?

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30