Tenglar

2. febrúar 2023 | Sveinn Ragnarsson

Auglýst eftir umsóknum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir 15 - 17 ára

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps auglýsir eftir umsóknum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir 15-17 ára börn

 

 Veita skal sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra og forsjáraðila 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist, námsgörðum eða á almennum markaði hér á landi vegna náms fjarri lögheimili.

 

Sérstakur húsnæðisstuðningur skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjáraðila og nemur 60% af leigufjárhæð. Fjárhæð styrks skal þó aldrei nema hærri upphæð en 22.000 kr. á mánuði. Lágmarkgreiðsla foreldra eða forsjáraðila skal vera 10.000 kr. á mánuði.

 

Með umsókn um slíkan stuðning skal leggja fram húsaleigusamning og staðfestingu á námi barns.

 

Umsóknum og fylgigögnum skal skila til Soffíu G. Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is eða á skrifstofu Félagsþjónustunnar að Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Nánari upplýsingar veitir Soffía í síma 451-3510 eða í tölvupósti á ofangreint netfang.

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30