Auglýst tillaga að verndarsvæði í byggð, þorpið Flatey
Tillaga að verndarsvæði í byggð,
Þorpið í Flatey
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 13. nóvember 2018 að auglýsa tillögu að verndarsvæði í byggð fyrir Þorpið í Flatey, skv. 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 .
Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Reykhólahrepps í Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð og verður birt á vef sveitarfélagsins http://www.reykholar.is í 6 vikur, frá 29. nóvember til og með 10. janúar 2019.
Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með 9. janúar 2019. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast sveitarstjóra annað hvort á netfangið sveitarstjori@reykholar .is eða með pósti merkt: Reykhólahreppur, Tillaga að verndarsvæði í byggð, Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð, Reykhólum, 380 Reykhólahreppur. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.
Tryggvi Harðarson
Sveitarstjóri Reykhólahrepps