Tenglar

28. nóvember 2018 | Sveinn Ragnarsson

Auglýst tillaga að verndarsvæði í byggð, þorpið Flatey

Tillaga að verndarsvæði í byggð,

Þorpið í Flatey

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum þann 13. nóvember 2018 að auglýsa tillögu að verndarsvæði í byggð fyrir Þorpið í Flatey, skv. 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 .


Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofum Reykhólahrepps í Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð og verður birt á vef sveitarfélagsins  http://www.reykholar.is  í 6 vikur,   frá 29. nóvember til og með 10. janúar 2019.


Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með 9. janúar 2019. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast sveitarstjóra annað hvort á netfangið sveitarstjori@reykholar .is  eða með pósti merkt: Reykhólahreppur, Tillaga að verndarsvæði í byggð, Stjórnsýsluhúsinu við Maríutröð, Reykhólum, 380 Reykhólahreppur. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.


Tryggvi Harðarson

Sveitarstjóri Reykhólahrepps

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31