5. janúar 2009 |
Aukafundur hluthafa í Þörungaverksmiðjunni
Stjórn Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum boðar til aukafundar hluthafa í fyrirtækinu á þriðjudaginn í næstu viku (sjá mynd nr. 2 - smellið á til að stækka). Á dagskránni verður meðal annars aðkoma bandaríska fyrirtækisins FMC Corporation að rekstrinum. Einnig eru á dagskránni kosning og skipun stjórnarformanns og formleg skipun framkvæmdastjóra Þörungaverksmiðjunnar, auk annarra mála sem kunna að verða borin upp.
> Þörungaverksmiðjan á Reykhólum