7. apríl 2010 |
Aukasýning á leikritinu Allt í plati
Aukasýning á leikritinu Allt í plati verður í íþróttahúsinu á Reykhólum í kvöld, miðvikudagskvöldið 7. apríl og hefst kl. 20. Miðinn kostar kr. 700 og allir eru velkomnir. Leikritið byggist á þekktum persónum úr sögum eftir Astrid Lindgren og Thorbjörn Egner. Höfundur er Þröstur Guðbjartsson en Sólveig Sigríður Magnúsdóttir annast leikstjórn. Þarna galdrar Lína langsokkur fram á sviðið ýmsar persónur, svo sem Lilla klifurmús, Mikka ref, Ömmu mús, bakaradrengina, Soffíu frænku, ræningjana Kasper, Jesper og Jónatan og félagana Karíus og Baktus.
Sjá nánar hér.