Tenglar

28. mars 2010 |

Aukasýning verður á leikritinu Allt í plati

Á árshátíð Reykhólaskóla í fyrrakvöld brugðu nemendur út frá venju og sýndu leikrit í íþróttahúsinu. Það heitir Allt í plati og byggist á þekktum persónum úr sögum eftir Astrid Lindgren og Thorbjörn Egner. Höfundurinn er Þröstur Guðbjartsson en Sólveig Sigríður Magnúsdóttir annaðist leikstjórn. Þarna galdraði Lína langsokkur fram á sviðið ýmsar persónur, svo sem Lilla klifurmús, Mikka ref, Ömmu mús, bakaradrengina, Soffíu frænku, ræningjana Kasper, Jesper og Jónatan og félagana Karíus og Baktus. Meðal hinna fjölmörgu áhorfenda ríkti mikil ánægja með sýninguna.

 

Að láni frá leikfélaginu á Hólmavík var fenginn hluti af leikmynd og búningar. Að öðru leyti bjuggu kennarar og nemendur til leikmyndina en Steinunn Rasmus annaðist búninga og tónlist.

 

Aukasýning á leikritinu Allt í plati verður miðvikudagskvöldið 7. apríl kl. 20. Miðinn kostar kr. 700 og allir eru velkomnir.

 

Myndirnar sem hér fylgja (smellið á þær til að stækka) tók Eygló Kristjánsdóttir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31