Tenglar

8. desember 2010 |

Aukin umferð um Vestfirði

Ögur við Ísafjarðardjúp. Mynd: bb.is.
Ögur við Ísafjarðardjúp. Mynd: bb.is.
Sá stórfelldi samdráttur sem verið hefur í umferð á hringveginum svokallaða milli ára, og fjallað var um í fréttum í síðustu viku, nær ekki til Vestfjarða. Þvert á móti hefur umferð til Vestfjarða aukist um 5% fyrstu ellefu mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Umferð um hringveginn dróst hins vegar saman um ríflega 4% milli ára og þá mest á Suðurlandi eða um 8,2%. Tölur fyrir Vestfirði koma frá tveimur talningarstöðum, annars vegar við Ögur í Ísafjarðardjúpi og hins vegar á Klettshálsi í Austur-Barðastrandarsýslu. Í byrjun desember höfðu 60.205 bílar ekið framhjá Ögri frá áramótum og um 27.065 bílar höfðu ekið um Klettsháls.

Athygli vekur að á meðan umferðin um Ögur eykst umtalsvert á milli ára, eða um 13%, er samdráttur í umferð um Klettsháls. Leiða má líkur að því að nýr vegur um Þröskulda eða Arnkötludal, sem tekinn var í notkun seinni part síðasta árs, skýri að hluta til þessa breytingu. Þá hafa einnig verið umtalsverðar vegaframkvæmdir á leiðinni um Austur-Barðastrandarsýslu í ár sem kunna að hafa dregið úr umferðinni.

Eins og gefur að skilja er umferðin margfalt meiri yfir sumartímann. Þannig óku ríflega 32 þúsund bílar framhjá Ögri yfir sumarmánuðina þrjá sem er meira en helmingurinn af umferðinni yfir árið. Aukningin umferðar yfir sumarið í Ögri var 15% sem er gríðarlega mikil og þá sér í lagi í samanburði við samdráttinn annars staðar á landinu.

 

- Byggt á samantekt á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30