Aurskriða lokaði veginum í Gufudalssveit
Núna á fjórða tímanum síðdegis á sunnudegi eru Brynjólfur Víðir Smárason á Reykhólum og Einar V. Hafliðason í Fremri-Gufudal með tæki sín að ryðja burt aurskriðu sem féll fyrr í dag yfir veginn rétt innan við Múla við Kollafjörð austanverðan. Enn flæðir leysingadrulla yfir veginn og út í sjó. Líklegt er talið að vegurinn verði orðinn fær eftir einn eða tvo klukkutíma. Nokkrir bílar bíða beggja vegna.
Viðbót: Líka féll nú fyrir stuttu aurskriða við Klett í Kollafirði. Þar er unnið að hreinsun og líklegt að vegurinn opnist fljótlega.
Myndirnar tók Magnús Ólafs Hansson á Patreksfirði, sem er á leiðinni vestur. Mynd nr. 2 er tekin áður en tækin komu. Mynd nr. 3 er tekin undir lokin.
Önnur viðbót: Núna rétt fyrir klukkan hálfátta í kvöld kom tilkynning á vef Vegagerðarinnar um að vegurinn í Vattarfirði sé lokaður vegna aurskriðu.
Halldór D. Gunnarsson, mnudagur 09 febrar kl: 10:40
Er Múli við Kollafjörð vestanverðan?
Spyr sá sem ekki veit.