Tenglar

8. febrúar 2015 |

Aurskriða lokaði veginum í Gufudalssveit

Unnið að mokstri. Ljósm. M.Ól.H.
Unnið að mokstri. Ljósm. M.Ól.H.
1 af 3

Núna á fjórða tímanum síðdegis á sunnudegi eru Brynjólfur Víðir Smárason á Reykhólum og Einar V. Hafliðason í Fremri-Gufudal með tæki sín að ryðja burt aurskriðu sem féll fyrr í dag yfir veginn rétt innan við Múla við Kollafjörð austanverðan. Enn flæðir leysingadrulla yfir veginn og út í sjó. Líklegt er talið að vegurinn verði orðinn fær eftir einn eða tvo klukkutíma. Nokkrir bílar bíða beggja vegna.

 

Viðbót: Líka féll nú fyrir stuttu aurskriða við Klett í Kollafirði. Þar er unnið að hreinsun og líklegt að vegurinn opnist fljótlega.

 

Myndirnar tók Magnús Ólafs Hansson á Patreksfirði, sem er á leiðinni vestur. Mynd nr. 2 er tekin áður en tækin komu. Mynd nr. 3 er tekin undir lokin.

 

Önnur viðbót: Núna rétt fyrir klukkan hálfátta í kvöld kom tilkynning á vef Vegagerðarinnar um að vegurinn í Vattarfirði sé lokaður vegna aurskriðu.

 

Athugasemdir

Halldór D. Gunnarsson, mnudagur 09 febrar kl: 10:40

Er Múli við Kollafjörð vestanverðan?
Spyr sá sem ekki veit.

Umsjónarmaður vefjarins, mnudagur 09 febrar kl: 11:19

Nei, ágæti Halldór, Múli er vissulega við Kollafjörð að austanverðu. Þetta eru pennaglöp, ekki þekkingarglöp! Hefur nú verið leiðrétt.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30