Austfirðingur hefur aldrei kynnst verri vegi
Þetta skrifaði Björgvin Valur Guðmundsson á Stöðvarfirði á bloggi sínu á Eyjunni í gærkvöldi undir fyrirsögninni Þjóðvegir 60 og 63. Á leið sinni vestur kom hann við á Reykhólum og hafði þá ekið góða vegi með bundnu slitlagi. Ekki löngu eftir brottförina þaðan tóku ósköpin við. Og Björgvin Valur heldur áfram:
„Það er algerlega óskiljanlegt hvernig stjórnvöld hafa litið framhjá þessu svæði í allan þennan tíma; ég er viss um að hvergi í Evrópu sé að finna verri vegi sem ætlast er til að skattgreiðendur aki um og geri sér að góðu.
Mér finnst, eftir þessa ökuferð í dag, að allt vegafé sem veitt er til landsbyggðarinnar skuli notað til að gera þessa vegi nothæfa; malbikaða og breiða og með jarðgöngum og þverunum fjarða þar sem þarf.
Ekki seinna en strax.“
Sjá einnig:
18.10.2010 Líknarbelgur sprakk út á afspyrnuvondum vegi