Tenglar

10. júní 2011 |

Austfirðingur hefur aldrei kynnst verri vegi

„Eftir að hafa ekið Barðaströndina í dag og um Þverdalsskarð til Bíldudals, þykja mér allar kröfur um vegabætur í öðrum landshlutum verða hjóm eitt. Við Austfirðingar eigum við lúxusvandamál að stríða með okkar vegi í samanburði við fólk á sunnanverðum Vestfjörðum. Ég man tímana tvenna í vegamálum, fékk bílpróf 1976 en ég hef aldrei ekið eða verið farþegi í bíl á verri vegi en þeim sem ég ók í dag. Vegir Austurlands æsku minnar voru hraðbrautir miðað við hann.“

 

Þetta skrifaði Björgvin Valur Guðmundsson á Stöðvarfirði á bloggi sínu á Eyjunni í gærkvöldi undir fyrirsögninni Þjóðvegir 60 og 63. Á leið sinni vestur kom hann við á Reykhólum og hafði þá ekið góða vegi með bundnu slitlagi. Ekki löngu eftir brottförina þaðan tóku ósköpin við. Og Björgvin Valur heldur áfram:

 

„Það er algerlega óskiljanlegt hvernig stjórnvöld hafa litið framhjá þessu svæði í allan þennan tíma; ég er viss um að hvergi í Evrópu sé að finna verri vegi sem ætlast er til að skattgreiðendur aki um og geri sér að góðu.

 

Mér finnst, eftir þessa ökuferð í dag, að allt vegafé sem veitt er til landsbyggðarinnar skuli notað til að gera þessa vegi nothæfa; malbikaða og breiða og með jarðgöngum og þverunum fjarða þar sem þarf.

 

Ekki seinna en strax.“

 

Sjá einnig:

18.10.2010  Líknarbelgur sprakk út á afspyrnuvondum vegi

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31