Tenglar

18. júní 2021 | Sveinn Ragnarsson

Ávarp fjallkonu var Ávarp fjallkonu

Silvía Kristjánsdóttir, mynd af fb.
Silvía Kristjánsdóttir, mynd af fb.
1 af 6

Margir brugðu sér í Bjarkalund á þjóðhátíðardaginn í björtu og fallegu veðri, samt var nú ekki tiltakanlega hlýtt. Þar voru kvenfélagið Katla og hótelið með dagskrá sem var með hefðbundnu sniði.

 

Alltaf er spenningur að sjá hver er fjallkonan. Að þessu sinni var það Silvía Kristjánsdóttir sem brá sér í það hlutverk. Hún ávarpaði samkomuna og flutti síðan ljóð eftir Þórarin Eldjárn, sem heitir eimitt Ávarp fjallkonu. Sólveig Arnarsdóttir flutti það á þjóðhátíðardaginn árið 2007 í Reykjavík.

 

Ávarp fjallkonu

 

Að eiga sér stað

í staðlausum heimi
eiga þar heima
eiga heima í heimi
eins og ekkert sé.
Eiga þar
varnarþing
viðspyrnu
vé.

Að eiga sér mál
í málóðum heimi
sækja í þann sjóð
sagnir
fræði
ljóð
enn og aftur
geta ekki hætt að gruna
né gleymt að muna.

Að eiga sér fjall
í flötum heimi
eiga þar skjól
skína við sól
láta sér lynda
leik regns og vinda.

Eiga þar
mark
mið
kennileiti.

Fjall
að horfa á
inn til lands
að horfa af
út yfir haf.

Fjall
kona
karl
er allt
sem
þarf
í arf.

Það er sú þrenning
sem rímar á móti menning.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31