Tenglar

9. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Báðir bílarnir samtímis í útkalli tvo daga í röð

Myndir: lhg.is.
Myndir: lhg.is.
1 af 2

Nauðsyn veru beggja sjúkrabifreiða sem nú eru til staðar í Búðardal hefur sannað sig enn á ný, segir á vefnum Búðardalur.is, en þær voru báðar kallaðar út á sama tíma bæði á miðvikudag og fimmtudag. Í báðum tilfellum var annar bíllinn í hefðbundnum sjúkraflutningi þegar bráðaútkall kom á sama tíma og því hefði verið mjög bagalegt að hafa þá ekki hinn til taks, hefur vefurinn eftir sjúkraflutningamanni í Búðardal.

 

Bráðaútkallið á fimmtudag var vegna vélsleðaslyssins efst í Töglunum á leiðinni upp á Þorskafjarðarheiði, sem hér hefur verið greint frá.

 

Myndirnar sem hér fylgja eru af vef Landhelgisgæslunnar og má hér sjá nokkrar fleiri sem teknar voru í þessari ferð þyrlunnar vestur í Reykhólasveit á fimmtudag.

 

Sjá einnig:

► 24.11.2013 Fagna því að áfram verði tveir sjúkrabílar í Búðardal

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30