Badmintonveisla á Reykhólum
Umf. Afturelding gengst fyrir badmintonhelgi á Reykhólum núna á laugardag og sunnudag og standa æfingarnar frá klukkan tíu og fram til klukkan hálf fimm hvorn dag, auk æfingar fyrir fullorðna á laugardagskvöld kl. 20.
Á laugardag verða tvær um þriggja tíma æfingar með matarhléi. Þar verður áhersla lögð á grunntækni samhliða skemmtilegum leikjum. Á sunnudag verður ein æfing fyrir hádegi þar sem m.a. verður farið ítarlega í reglur badmintonsins fyrir seinni æfingu dagsins, sem verður mót þar sem allir keppa við alla.
Þátttakendur taki með sér nesti. Verð er kr. 2.500 fyrir hvern krakka en gjald fyrir fullorðna á laugardagskvöldið er kr. 2.000. Allir krakkarnir fá viðurkenningu fyrir þátttökuna.
Þjálfari verður Vignir Sigurðsson frá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur.
„Krakkar, munum eftir spöðunum sem Dalli gaf ykkur“, segir Herdís Erna Matthíasdóttir hjá Aftureldingu.
Skráning er hjá Herdísi í síma 690 3825 fyrir fimmtudag.
► 07.10.2013 Kom á ný með badmintonspaða að gjöf
Dalli, mivikudagur 20 nvember kl: 12:13
Glæsilegt. Frétti af hugsanlegum keppnisboðum frá nágrönnum.