21. desember 2022 | Sveinn Ragnarsson
Bæirnir í Bændablaðinu
Staður er gamalt prestssetur og ættarsaga núverandi bænda hófst með því að langafi Rebekku Eiríksdóttur kom sem prestur 1903. Síðan hefur búskapurinn gengið á milli kynslóða og Rebekka er fjórði leggur.
Gömul falleg kirkja er á jörðinni sem setur mikinn svip á bæjarstæðið en hún var byggð árið 1864.
Staður er Bærinn okkar í nýjasta Bændablaðinu.