Tenglar

3. desember 2011 |

Bæjarhreppur sameinast Húnaþingi vestra

Verslunarstaðurinn gamalkunni Borðeyri við Hrútafjörð er í Bæjarhreppi. Ljósm. Sögusmiðjan.
Verslunarstaðurinn gamalkunni Borðeyri við Hrútafjörð er í Bæjarhreppi. Ljósm. Sögusmiðjan.
1 af 2

Sameining Bæjarhrepps í Strandasýslu og Húnaþings vestra var samþykkt í almennum kosningum í báðum sveitarfélögunum í dag. Þátttaka var mikil í Bæjarhreppi en hlutfallslega miklu minni í Húnaþingi vestra. Í Bæjarhreppi var hins vegar mun minni áhugi á sameiningu. Þar sögðu 63,9% já en 36,1% sögðu nei. Í Húnaþingi vestra sögðu 83,9% já en 15,4% sögðu nei. Liðlega 1.100 íbúar eru í Húnaþingi vestra en rétt um 100 manns í Bæjarhreppi. Í Húnaþingi vestra greiddu 323 atkvæði en 61 í Bæjarhreppi.

  

Bæjarhreppur hefur fram til þessa verið í samfloti með vestfirskum sveitarfélögum innan Fjórðungssambands Vestfirðinga, sem og öðru vestfirsku samstarfi, og tilheyrði Vestfjarðakjördæmi meðan það var við lýði. Aftur á móti hefur hreppurinn þá sérstöðu að hann er að öllu leyti sunnan sjálfs Vestfjarðakjálkans og nær langt suður á Holtavörðuheiði (sjá kort á mynd nr. 2). Mörk Vestfjarðakjálkans miðast hins vegar að fornu og nýju við botna Gilsfjarðar og Bitrufjarðar (rauða strikið á kortinu) en þar á milli eru aðeins um ellefu kílómetrar. Smellið á kortið til að stækka það.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30