Tenglar

19. maí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Bæjarstjórnarfundur tjalda á Reykhólum?

Prúðbúinn á leið á fund.
Prúðbúinn á leið á fund.

Sumarið horfir ekki á almanakið og mætir ekki alltaf samkvæmt því. Núna á hvítasunnudag má hins vegar fullyrða að sumarið sé komið í Reykhólasveit. Fíngerð rigning í hlýju logni, bændur að slóðadraga grænkandi túnin. Sjö tjaldar settust á Hellisbrautina miðja og stóðu þar um hríð kjólklæddir og ræddu saman steinþegjandi. Að fundi loknum vippuðu þeir sér út á tún og þá komu fjórir í viðbót og bættust í hópinn. Kannski sjö manna bæjarstjórn tjaldanna og fjórir varamenn.

 

Jaðrakanar og spóar voru ekki langt undan og stelkur fló yfir. Einstæðingsleg rjúpa kom fljúgandi og lenti klunnalega eins og títt er um rjúpur og var nærri dottin í lendingunni. Hún var komin með nokkra dökka díla í hvítan vetrarhaminn.

 

Þegar lengra líður fjölgar tjöldum verulega á Reykhólum.

 

Líka tjaldvögnum og húsbílum og öllu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31