Tenglar

17. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Bækurnar og skatan gáfu um 175 þúsund

Afrakstur Lionsklúbbsins í Reykhólahreppi af bóksölunni fyrir jólin og skötuveislunni á Reykhólum á Þorláksmessu var samtals rétt um 175 þúsund krónur. Þar af gerðu bækurnar um 110 þúsund og skatan um 65 þúsund. Eins og undanfarin ár lét verslunin Hólakaup á Reykhólum sölulaunin vegna bóka frá Vestfirska forlaginu renna óskert til Lions og sama gilti um jólamarkaðinn í Króksfjarðarnesi. Í búðinni voru aðeins nýjar bækur frá forlaginu en á markaðnum voru líka eldri bækur.

 

Næsta fjáröflunarverkefni Lionsfólks í Reykhólahreppi er að sjá um veitingarnar á þorrablótinu um næstu helgi.

 

Lionshreyfingin safnar fjármunum til samfélags- og velferðarmála af öllu tagi og hefur mörg útispjót til fjáröflunar. Lions í Reykhólahreppi hefur lagt peninga til margra verkefna í heimabyggð og til kaupa á hinu og þessu góðu og gagnlegu. Fyrir utan að styðja góð málefni er sérhver klúbbur hjá Lions vettvangur notalegrar og skemmtilegrar samveru fyrir félagsfólkið. Svipað má segja um ýmis önnur félög og reglur.

 

Lionsfólk í Reykhólahreppi ætlar núna í byrjun apríl að bregða undir sig betri fætinum og skreppa í helgarferð til Færeyja. Þar mun mannskapurinn skoða sig um og hitta þarlenda Lionsfélaga.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30