8. mars 2016 |
Bændafundir í Sævangi og Dalabúð
Nýju búvörusamningarnir eru kynntir á fundum um allt land þessa dagana og gefst þar bændum kostur á að ræða niðurstöður samninganna við forystumenn bænda. Fundir verða í Sævangi á Ströndum kl. 12 á morgun, miðvikudag, og í Dalabúð í Búðardal kl. 20.30 annað kvöld.
Efni samninganna er aðgengilegt hér á vefsíðu Bændasamtakanna og í síðasta tölublaði Bændablaðsins. Glærur með efni fundanna verða settar inn á Bændatorgið fljótlega. Minnt er á reiknivél á vefsíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins þar sem bændur geta mátað sín bú inn í reiknilíkan.