31. janúar 2017 | Umsjón
Bændahátíð á Akureyri
Bændasamtökin efna til bændahátíðar í Hofi á Akureyri 3. mars. Fyrr um daginn verður ársfundur Bændasamtakanna með hefðbundnum aðalfundarstörfum og síðan ráðstefnu þar sem landbúnaðurinn verður í brennidepli. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur viðburður er haldinn, en Bændasamtökin vonast til þess að bændur taki því fagnandi að blanda saman fræðslu og skemmtun með þessum hætti.
Þetta kemur fram á vef Bændasamtakanna. Þar segir einnig:
Menningarhúsið Hof er glæsilegur vettvangur til þess að koma saman og fjölbreytt afþreying er í boði í Eyjafirði. Tilvalið tækifæri að taka sér hlé frá búskaparstörfum og gleðjast með öðrum bændum.