Tenglar

24. nóvember 2012 |

Bændur samþykkja búvörusamninga

Bæði sauðfjárbændur og kúabændur samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta í almennri kosningu breytta búvörusamninga, sem undirritaðir voru í haust. Þetta varð ljóst eftir talningu atkvæða í fyrradag en póstkosningu lauk á mánudag. Um 90% þeirra bænda sem greiddu atkvæði samþykktu mjólkursamning og sami fjöldi samþykkti sauðfjársamning. Fremur dræm þátttaka var í atkvæðagreiðslunum. Alþingi á eftir að afgreiða breytingarnar fyrir sitt leyti.

 

Þetta kemur fram í Bændablaðinu.

 

Báðir samningarnir voru framlengdir um tvö ár og gildir samningur kúabænda nú til ársins 2016 og samningur sauðfjárbænda til 2017. Í samningi sauðfjárbænda eru greiðslur á geymslugjaldi og jarðræktarframlögum settar inn til samræmis við framkvæmd síðustu ára. Í samningi kúabænda eru fest í sessi framlög til jarðræktar, þróunarmála og gæðamála í samræmi við framkvæmd undanfarinna ára. Þá verða ekki frekari tilfærslur frá beinum framleiðslutengdum stuðningi til minna framleiðslutengds stuðnings.

 

Búvörusamningarnir á vef atvinnuvegaráðuneytisins:

Mjólkursamningurinn

Sauðfjársamningurinn

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31