Tenglar

5. mars 2015 |

Bændur skipa öll sæti í stjórn

Ný stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) var kjörin í dag. Fækkað var í stjórninni og hana skipa nú fjórir bændur af Norður- og Suðurlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn SAM er eingöngu skipuð bændum. „Íslenskur mjólkuriðnaður er í eigu bænda. Þeir mörkuðu þá stefnu sem skilað hefur milljarðalækkun kostnaðar í mjólkurvinnslunni á liðnum árum og hefur lagt grunn að hækkun hráefnisverðs til bænda og raunlækkun á afurðaverði til neytenda á markaði,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, kúabóndi í Flugmýrarhvammi, nýkjörinn formaður.

 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn SAM. Þar segir ennfremur m.a.:

 

Á síðasta ári framleiddu íslenskir kúabændur 133 milljónir lítra af mjólk og stefnt er að um 140 milljón lítra framleiðslu árið 2015. Neysluaukning síðustu ár hefur verið fordæmalaus. Hún byggir annars vegar á aukinni neyslu innanlands á fituríkari afurðum á borð við nýmjólk, ost, smjör og rjóma, og hins vegar á gríðarlegum vexti í ferðaþjónustunni, sem lagt hefur grunn að aukinni sölu til veitingahúsa og hótela um allt land.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31