8. febrúar 2017 | Umsjón
Bændur yfirfari sínar skráningar
Upplýsingar um félagsaðild félagsmanna Bændasamtaka Íslands eru núna aðgengilegar á Bændatorginu undir „félög/sambönd“ á upphafssíðunni. Hægt að sjá hvaða einstaklingar með félagsaðild tengjast viðkomandi búrekstri/búsnúmeri. Áður voru þar upplýsingar um aðildarfélög umráðamanns búsins.
Núna seinni hlutann í febrúar munu Bændasamtökin senda rafræna greiðsluseðla með félagsgjöldum til allra félagsmanna. Til að lágmarka útsendingu á röngum félagsgjöldum er gott að bændur yfirfari sínar skráningar.
Meira hér á vef Bændasamtaka Íslands