Tenglar

24. desember 2014 |

Bærileg veðurspá yfir jólin

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan kalda eða stinningskalda (8-13 m/sek) og snjókomu við Breiðafjörð fyrri hluta dags á morgun, jóladag, en hægari suðvestanátt og éljum um kvöldið. Annan í jólum má búast við hægri vestlægri eða breytilegri átt og éljagangi. Á laugardag (þriðja í jólum) er spáð vaxandi norðaustanátt og léttskýjuðu. Gert er ráð fyrir nokkru frosti fram á helgi en hlýnandi veðri og rigningu á mánudag og þriðjudag.

 

Fyrir fáeinum dögum var langtímaspáin fyrir annan og þriðja í jólum talsvert leiðinleg en síðan hefur hún lagast mjög.

 

Veðrið á sjálfvirku veðurstöðinni á Reykhólum (Veðurstofan, uppfærist á klukkutíma fresti)

Færð á vegum og veður á Vestfjörðum (Vegagerðin, upplýsingar um veður og umferð uppfærast sjálfkrafa mjög hratt, upplýsingar um færð eru settar inn handvirkt)

 

Myndin sem hér fylgir er skjáskot af „lifandi“ korti þar sem sjá má vinda, hæðir og lægðir og skil í rauntíma. Býsna skemmtilegt að skoða þetta, finnst ýmsum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31