Tenglar

27. mars 2015 |

Bambi bregður sér á jökul og kemur til hjálpar

Brynjólfur og Ágúst Már í Bamba. Ljósm. Egill Sigurgeirsson.
Brynjólfur og Ágúst Már í Bamba. Ljósm. Egill Sigurgeirsson.
1 af 3

Slysavarnafélagið Landsbjörg efndi til tækjamóts á Ströndum um síðustu helgi. Alls tóku rúmlega 300 manns þátt í mótinu, sem Björgunarsveitin Strandasól í Árneshreppi skipulagði. Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi lét sig ekki vanta og mætti til leiks með Land-Roverinn sinn og snjótroðarann Bamba.

 

Á vefsíðu Heimamanna er frásögn af ferðinni ásamt myndum sem þeir Egill Sigurgeirsson og Eiríkur Kristjánsson tóku, og fylgja hér þrjár þeirra.

 

Klausa úr frásögninni:

 

Á Steingrímsfjarðarheiði þar sem Bambi beið hittumst við félagarnir og Bjarki frá Kjarlaksvöllum úr Björgunarsveitinni Ósk í Búðardal bættist í hópinn á sínum bíl. Ákvað Eyvi að skilja fjórhjólið sitt þar eftir og taka sér far með Bjarka, enda hvasst, blautt og skyggni lítið, og átti að versna. Lagði svo þríeykið af stað og var stefna sett á Hrollleifsborg á Drangajökli, sem var einn af áfangastöðunum á dagskrá tækjamótsins. Færið var gott en lítið skyggni og ferðahraðanum stjórnaði Bambi snjótroðari, sem fer að hámarki á 18-19 km hraða við bestu aðstæður. Taka þarf fram að ekkert fjöðrunarkerfi er á Bamba, þannig að þegar óslétt er, hryggir og hart færi, sækist ferðin hægt.

 

Frásögnina í heild má lesa hér og undir tengli á vef Heimamanna hægra megin á síðunni (rauður kassi).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30