Tenglar

13. apríl 2016 |

Bannaði móður sinni að mæta á völlinn

Mynd: Carina Johansen / NTB scanpix.
Mynd: Carina Johansen / NTB scanpix.

Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var skapstór leikmaður á yngri árum, og bannaði móður sinni lengi vel að mæta á völlinn. „Hann bað mig vinsamlegast að vera ekkert á vellinum því ég gargaði svo hátt að honum fannst ég vera honum til skammar, það var ekki fyrr en hann varð eldri að ég mátti mæta á völlinn,“ segir Ingibjörg Erna Sveinsdóttir frá Miðhúsum í Reykhólasveit, stolt af syni sínum.

 

Gamli þjálfarinn á Selfossi hefur nokkuð svipað að segja af drengnum: „Svo settumst við saman upp í brekku. Við vorum búnir að koma okkur upp rútínu, þegar hann var alveg að missa sig, þá settumst við saman upp í brekku og ræddum málin. Svo var það orðið svoleiðis að hann settist bara sjálfur upp í brekku, sat þar smástund og kom svo niður þegar hann var klár,“ segir Halldór Björnsson, sem þjálfaði Jón Daða fram eftir aldri.

 

Meira hér:

Texti, þáttur á Sportrásinni á Rás 2 og myndskeið á YouTube með ýmsum snilldartilþrifum Jóns Daða

 

Hver er þessi Jón Daði sem kom eins og þruma? (Reykhólavefurinn, september 2014).

 

Þessu skylt:

Emil Hallfreðsson eldri var bóndi í Geiradal (Reykhólavefurinn, september 2014).

Frækin frændsystkin með rætur í Skáleyjum (Reykhólavefurinn, október 2014).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31