Tenglar

21. júlí 2021 | Sveinn Ragnarsson

BarSvar á Reykhóladögum

Pöbb quiz verður að sjálfsögðu á sínum stað á Reykhóladögum nema þetta árið munum við kalla það BarSvar til heiðurs (eða höfuðs) Strandamönnum sem töpuðu BarSvari Hamingjudaga á svo eftirminnilegan hátt en þar urðu þeir að lúta í minnihlutann fyrir Reykhóladömum.

 

Skipuleggjanda var bent á að virkja hrepparíginn og því er hér skorað á Strandamenn sérstaklega að reyna að ná titlinum aftur. Þema BarSvarsins er að þessu sinni kímni og grín.

 

Heimamenn munu að sjálfsögðu ekki falla átakalaust og eru því beðnir um að vera hressir og fyndnir næstu vikuna, því hver veit nema það verði auka stig fyrir svoleiðis skemmtilegheit!


Umsjónarmenn eru Jóga Húmor og Ingimar Skemmtari!
Hús opnað kl. 20:30 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31