Tenglar

24. nóvember 2009 |

Baráttufundur um Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði

Þorleifur Eiríksson til hægri.
Þorleifur Eiríksson til hægri.
Aðgerðahópurinn Áfram vestur efnir til baráttufundar á Ísafirði á laugardag. Dr. Þorleifur Eiríksson, forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík, kynnir umhverfismat fyrir Dýrafjarðargöng. Gísli Eiríksson, verkfræðingur og umdæmisstjóri Vegagerðarinnar, fjallar um leiðaval yfir Dynjandisheiði og kynnir störf og verkefni nefndar samgönguráðherra um heilsársveg yfir heiðina. Þess mætti geta til gamans og fróðleiks, að þeir Gísli og Þorleifur eru bræður. 

 

Ávörp undir yfirskriftinni Stækkun samgöngu- og atvinnusvæðis með heilsárs samgöngum flytja þau Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri í Tálknafjarðarhreppi, Smári Haraldsson, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Sigurður Jón Hreinsson, iðnfræðingur hjá 3X-Technology á Ísafirði, Eggert Stefánsson, rafeindavirki hjá Vodafone á Ísafirði, og Kristján Haraldsson, framkvæmdastjóri Orkubús Vestfjarða.

 

Einnig er gert ráð fyrir því að fulltrúar þingflokkanna á Alþingi flytji ávörp. Í lokin verður gengið frá ályktun fundarins, sem verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl. 11.30-13 á laugardag.

 

Á myndinni er dr. Þorleifur Eiríksson (í blárri blússu og með gleraugu) í malarnáminu á Seljanesi í Reykhólasveit að virða fyrir sér hvalbein sem þar fannst fyrir rúmum tveimur árum. Sjá nánar um þann atburð:

 

Hvalurinn á Seljanesi

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30