Baráttufundur um Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði
Ávörp undir yfirskriftinni Stækkun samgöngu- og atvinnusvæðis með heilsárs samgöngum flytja þau Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri í Tálknafjarðarhreppi, Smári Haraldsson, forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Sigurður Jón Hreinsson, iðnfræðingur hjá 3X-Technology á Ísafirði, Eggert Stefánsson, rafeindavirki hjá Vodafone á Ísafirði, og Kristján Haraldsson, framkvæmdastjóri Orkubús Vestfjarða.
Einnig er gert ráð fyrir því að fulltrúar þingflokkanna á Alþingi flytji ávörp. Í lokin verður gengið frá ályktun fundarins, sem verður í Edinborgarhúsinu á Ísafirði kl. 11.30-13 á laugardag.
Á myndinni er dr. Þorleifur Eiríksson (í blárri blússu og með gleraugu) í malarnáminu á Seljanesi í Reykhólasveit að virða fyrir sér hvalbein sem þar fannst fyrir rúmum tveimur árum. Sjá nánar um þann atburð: