Tenglar

18. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Barðstrendingafélagið: Ólína Kristín kosin formaður

Ólína Kristín Jónsdóttir.
Ólína Kristín Jónsdóttir.

Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu II í Reykhólasveit var kosin formaður Barðstrendingafélagsins á aðalfundi þess í gærkvöldi, en Snorri Jóhannesson gaf ekki kost á sér til formennsku áfram. Ólína hefur verið varaformaður síðasta árið. Auk Snorra gekk Ásta Jónsdóttir úr stjórninni. Hugrún Einarsdóttir frá Gilsfjarðarbrekku færðist upp í aðalstjórn. Ný í varastjórn komu Gauti Eiríksson frá Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit og Þórunn Haraldsdóttir frá Patreksfirði.

 

Ný í ritnefnd félagsins var kosin Unnur Helga Jónsdóttir, systir Ólínu Kristínar.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar verður haldinn 29. apríl. Þá mun stjórnin skipta með sér verkum að öðru leyti.

 

Á vefsíðu Barðstrendingafélagsins eru Snorra og Ástu færðar kærar þakkir fyrir frábært starf í félaginu og bestu velfarnaðaróskir.

 

Barðstrendingafélagið

 

Athugasemdir

Ásta Sjöfn, fimmtudagur 18 aprl kl: 23:14

Til hamingju með nýjann titill Ólína og líka til þín Hugrún.

Þorgeir Samúelsson, sunnudagur 21 aprl kl: 16:09

Góður og flottur fulltrúi Reykhólahrepps...Ólína Kristín Jónsdóttir....óska þér til hamingju með embættið....veit þú veldur því sem þú tekur þér fyrir hendur !

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30