Tenglar

31. júlí 2013 | vefstjori@reykholar.is

Barðstrendingafélagið sigraði í spurningakeppninni

Sigurliðið, frá vinstri: Jóhanna Fríða Dalkvist, Hugrún Einarsdóttir og Ólína Kristín Jónsdóttir.
Sigurliðið, frá vinstri: Jóhanna Fríða Dalkvist, Hugrún Einarsdóttir og Ólína Kristín Jónsdóttir.
1 af 6

Lið Barðstrendingafélagsins í Reykjavík sigraði í spurningakeppninni á Reykhóladögum 2013, en það skipuðu þær Jóhanna Fríða Dalkvist, Hugrún Einarsdóttir og Ólína Kristín Jónsdóttir. Í úrslitum unnu þær Snillingana, þá Eirík Kristjánsson, Guðjón Dalkvist Gunnarsson (föður Jóhönnu) og Guðmund Ólafsson (sjá mynd nr. 6), sem unnu keppnina í fyrra. Fyrir tveimur árum þegar keppnin var haldin í fyrsta sinn varð lið Barðstrendingafélagsins í öðru sæti á eftir Vitringunum þremur og var liðið þá skipað sömu konunum og núna.

 

Átta lið voru skráð til keppni en eitt þeirra mætti ekki. Gauti Eiríksson kennari frá Stað var eins og áður höfundur spurninga, spyrill og dómari en honum til aðstoðar voru sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir og Harpa Eiríksdóttir, systir Gauta.

 

Meðfylgjandi eru svipmyndir frá keppninni. Sigurliðið er á fyrstu mynd. Gauti Eiríksson spyrill og dómari er á öllum hinum myndunum ásamt ýmsum keppnisliðum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30