Tenglar

28. janúar 2011 |

Barmahlíð: Beðið eftir fundi með ráðherra

Um 190 manns eða nær 70% af hverju mannsbarni í Reykhólahreppi hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda að finna leið til að gera Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum kleift að halda áfram óbreyttum rekstri. Þátttakan hefur verið svo mikil að varla verður um mikla viðbót að ræða úr þessu. Listar liggja samt enn frammi í Barmahlíð og á skrifstofu Reykhólahrepps. Strax eftir að tilkynning barst um niðurskurðinn á heimilinu kom hreppsnefnd saman til óformlegs fundar um málið. „Búið er að biðja um fund með ráðherra þar sem við vonumst til að geta framvísað undirskriftunum“, segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri. „Við vonumst til að fá að hitta ráðherra fljótlega.“

 

Sjá einnig:

20.01.2011  Eftir stendur óhagkvæmari stofnun

17.01.2001  Skorið niður á Dvalarheimilinu Barmahlíð

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30