Tenglar

20. janúar 2011 |

Barmahlíð: Eftir stendur óhagkvæmari stofnun

Ingibjörg Birna sveitarstjóri.
Ingibjörg Birna sveitarstjóri.

„Þetta kom eins og reiðarslag, vinnubrögðin eru ótrúleg“, segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, í samtali við fréttavefinn Pressuna. Ingibjörg Birna segir að fulltrúar hreppsins hafi farið fyrir fjárlaganefnd síðasta haust til að biðja um fjölgun í samanlagt 20 rými því að þörf væri á þeim, auk þess sem Barmahlíð yrði þá betri rekstrareining. „Við vorum með 14 rými og 2 til viðbótar á undanþágu, ég veit ekki hvernig á að reikna þau eftir skerðinguna sem nemur 15 prósentum. Rýmin hafa verið fullnýtt og mjög vel nýtt. Nú mun standa eftir óhagkvæm stofnun því að hún verður ekki rekin með færra starfsfólki.“

 

Hreppsnefndin hefur þegar haldið fund vegna þessa máls og ákvað að skrifa fjármálaráðuneytinu og velferðarráðuneytinu vegna þess, sem og öllum þingmönnum kjördæmisins. Þá er að fara af stað undirskriftasöfnun gegn þessari ráðstöfun.

 

Frétt Pressunnar í heild

Skorið niður á Dvalarheimilinu Barmahlíð

 

Athugasemdir

Ingvar Samúelsson, fstudagur 21 janar kl: 22:09

Alveg eru þetta makalaus vinnubrögð hjá stjórnvöldum vinstri grænum og samfilkingu. Enn eitt dæmið að ráðast á hjúkrunarheimili út á landi og skerða rími til hjúkrunar, eingöngu til að gera rekstur óhagkvæmari svo að þaug fari áhausinn. Skírt dæmi með Barmahlíð á Reykhólum tilkinnt um miðjan janúar 2011. Skerðing um tvö rími og tekur gildi 1 janúar, ekki minnst einu orði á þessa hluti þegar sveitastjórn hitti fjárlaganefnd á fundi á haustmánuðum. Hvernig á sveitastjórn að vinna fjárhagsáætlun. Það þirpti að gá að því hvort þessi ákvörðun stjórnvalda sé mannréttindabrot , ekki tók þetta gamla fólk neinn þátt í hruninu, en alltaf er eldra fólkið látið borga með hækkun á fjármagnstekjuskatti ef það á einhverja krónu inná bankabók. Og tala nú ekki um skerðingu á ellilífeyri og lýfeyrissj. Frammkoma stjórnvalda hvar í flokki sem þeir eru er til skammar. kv Ingvar Samúelsson

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 22 janar kl: 20:45

Bíddu nú við? eru þessir sveitastjórnar fulltrúar ekki að segja sitt álit hér í framhaldi af ákvörðun þeirra fyrirmyndar sem er..ríkistjórn íslands?

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31