Tenglar

15. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Barmahlíð: Leitað til fólks vegna 25 ára afmælisins

Frá handavinnusýningu í Barmahlíð.
Frá handavinnusýningu í Barmahlíð.

Þann 11. mars voru 25 ár liðin frá því að fyrsta heimilisfólkið fluttist inn á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð á Reykhólum. Sumardagurinn fyrsti, sem að þessu sinni ber upp á 25. apríl, er hér um slóðir jafnan nefndur Barmahlíðardagurinn. Núna er ætlunin að halda daginn sérstaklega hátíðlegan í tilefni afmælisins og m.a. er leitað eftir munum á sýningu.

 

„Okkur sem núna störfum í Barmahlíð langar að efna til myndarlegrar handavinnusýningar ásamt fleiru í tilefni dagsins,“ segir Þuríður Stefánsdóttir hjúkrunarforstjóri. „Þá kemur til kasta allra sem þekkja til starfs hér í gegnum tíðina að finna eldri sem yngri muni sem hafa verið unnir í Barmahlíð og lána þá þennan dag á sýninguna. Þeir þurfa að vera vel merktir þeim sem unnu þá, gott að hafa ártal með, og síðan að vera vel merktir núverandi eiganda.“

 

Sýningin verður einungis uppi stuttan tíma þennan dag. Alltaf verður starfsmaður til leiðbeiningar og verður því munanna vel gætt. Fullri skilvísi er heitið að lokinni sýningu.

 

„Við vonum að allir sem luma á nýrri sem eldri munum bregðist vel við,“ segir Þuríður, og talar þar jafnframt fyrir hönd vina og velunnara sem og starfsfólks Barmahlíðar.

 

Síminn í Barmahlíð er 434 7816.

 

Vinsamlegast deilið þessu!

 

Sjá einnig:

11.03.2013 Fyrsta heimilisfólkið fluttist inn fyrir réttum 25 árum

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31