29. janúar 2015 |
Barmahlíð á Reykhólum: Sumarstarfsfólk óskast
Starfsfólk óskast í afleysingar við umönnun á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum í sumar. Um fullt starf eða hlutastarf getur verið að ræða. Hugsanlega verður hægt að útvega húsnæði.
Heimilisfólkið á Barmahlíð er fimmtán manns í fastri búsetu.
Áhugasamir hafi samband við Helgu Garðarsdóttur hjúkrunarforstjóra í síma 434-7817 eða 694-2386. Einnig má senda fyrirspurn í netfangið barmahlid@reykholar.is.