21. apríl 2009 |
Barmahlíðardagurinn á sumardaginn fyrsta
Barmahlíðardagurinn á Reykhólum er á fimmtudaginn, sumardaginn fyrsta, með fjölbreyttri dagskrá fyrir unga sem aldna. Meðal efnisatriða má nefna handavinnusýningu í Barmahlíð, vöfflur og kaffi hjá unglingunum í Reykhólaskóla, skólagól og skemmtidagskrá með Jógvan Hansen og fyrirtækjakeppni á sparkvellinum. Lögreglan verður með hjólaskoðun og brunabíllinn verður til sýnis. Grillmeistarar Lionsklúbbsins taka til óspilltra málanna um kvöldið og frítt verður í Grettislaug.
Dagskrána í heild og tímasetningar má skoða hér (pdf-skjal).