Tenglar

4. júní 2022 | Sveinn Ragnarsson

Báta og hlunnindasýningin opnuð í dag

mynd, Bettina Seifert
mynd, Bettina Seifert
1 af 4

Búið er að opna Báta og hlunnindasýninguna á Reykhólum.

 

Á sýningunni er yfirlit um hlunnindanytjar við Breiðafjörð og í Breiðafjarðareyjum. Einnig er fróðleikur um dýra- og fuglalíf.

 

Á bátasafninu eru einkum súðbyrðingar með breiðfirsku lagi, einnig er þar nokkuð stórt safn gamalla bátavéla, sumar sjaldgæfar.

Bátasafnið hefur jafnframt verið verkstæði þar sem unnið hefur verið að bátasmíði og viðgerðum, þar hafa líka verið haldin námskeið í bátaviðgerðum.

 

Á fimmtudögum og föstudögum í sumar verður Hafliði Aðalsteinsson bátasmiður þar við vinnu og gefst gestum sýningarinnar kostur á að fylgjast með bátaviðgerðum. Þannig er þetta að nokkru leyti lifandi safn.

Það er vel ómaksins vert að staldra við og skoða Báta- og hlunnindasýninguna.

 

Sýningin er opin alla daga vikunnar fram í miðjan ágúst, milli kl. 11 og 18.

 

 

 

 

Athugasemdir

Sigurður Bergsveinsson, rijudagur 07 jn kl: 07:36

Hafliði verður við smíðar á sýningunni á fimmtudögum og föstudögum í sumar en ekki á miðvikudögum eins og misritaðist í fréttinni.

Sveinn Ragnarsson, rijudagur 07 jn kl: 14:23

Takk fyrir ábendinguna, búið að laga.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31