Tenglar

17. ágúst 2015 |

Bátabíó og flóamarkaður

Stilla úr myndinni Rio 2.
Stilla úr myndinni Rio 2.

Tveir viðburðir verða á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum í þessari viku. Á miðvikudag (19. ágúst) verða sýndar tvær kvikmyndir. Kl. 13 verður sýnd myndin Rio 2 með íslensku tali (sjá stiklu) og kl. 15 myndin The Heat með íslenskum texta (sjá stiklu). Sjoppan opin, frítt í bíó.

 

Á laugardaginn (22. ágúst) verður aftur flóamarkaður eins og um daginn og stendur kl. 13-16. Tilvalið að grisja dótið í geymslunni og bílskúrnum. Hægt er að panta söluborð í síma 894 1011 og netfanginu info@reykholar.is fyrir fimmtudag.

 

Síðasta opna húsið á Báta- og hlunnindasýningunni þetta sumarið verður svo eftir tvær vikur eða mánudagskvöldið 31. ágúst.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30