Tenglar

24. júní 2016 |

Bátabjór – verðandi safngripir í boði á kjördag

Bátar og Bátabjór.
Bátar og Bátabjór.
1 af 2

Vínveitingasala verður á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum frá hádegi á morgun, kjördaginn 25. júní, ef einhvern langar að fá sér einn kaldan eftir að hafa farið upp á hrepp og nýtt sér kosningaréttinn. Bátabjórinn 2016 verður frumsýndur (frumdrukkinn) við þetta tækifæri. Opið verður þangað til kosningu lýkur klukkan sex, en síðan verður opið hús frá klukkan níu og fram til eitt um nóttina.

 

Bátabjórinn 2016 er frá Steðja, heilsubættur og bragðbættur með þara (rétt eins og vera ber á Reykhólum) og súkkulaði. Flöskurnar verða merkilegir safngripir þegar fram líða stundir (sjá betur mynd nr. 2).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31