Tenglar

30. júní 2016 |

Bátadagar: Lifandi tónlist fram eftir nóttu

Frá Bátadögum 2015. Ein af fjölmörgum myndum sem Goddur tók (Guðmundur Oddur Magnússon prófessor).
Frá Bátadögum 2015. Ein af fjölmörgum myndum sem Goddur tók (Guðmundur Oddur Magnússon prófessor).

Í tengslum við Bátadaga við Breiðafjörð, sem nú eru haldnir í níunda sinn, verður lifandi tónlist og opinn bar á Báta- og hlunninda­sýningunni á Reykhólum á laugardagskvöldið, 2. júlí. Þar munu hinir landsfrægu stuðboltar og bræður Bergsveinn og Hlynur Snær Theodórssynir munu skemmta fram eftir nóttu. Bræðurnir eru af breiðfirskum ættum og var Gísli Bergsveinsson langafi þeirra bóndi í Akureyjum. Ferðinni á Bátadögum að þessu sinni er einmitt heitið út í Akureyjar.

 

Bátadagar á Breiðafirði 2016

 

Vefur Félags áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum

 

Bátabjór 2016, heilsubættur og bragðbættur með þara og súkkulaði

 

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum: Nýjungar og ýmsir skemmtilegir viðburðir

 

Því má bæta við, að á sunnudagskvöldið er svo ætlunin að sýna frá landsleiknum við Frakka, sem hefst kl. 19. Sjoppan verður þá opin en ekki barinn.

       

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31