Tenglar

23. júní 2022 | Sveinn Ragnarsson

Bátadagar á Breiðafirði 9. júlí

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum, gengst nú fyrir bátahátíð á Breiðafirði í fimmtánda sinn 9. júlí nk. Allar gerðir báta eru velkomnar.

Núna verður farið í Hvallátur, þar sem rekin var afkastamikil bátasmíðastöð fram á sjöunda áratug síðustu aldar. 

 

Ráðgert er að þáttakendur safnist saman á Reykhólum föstudaginn 8. júlí. Flóð er um kl. 14 og þá er gott að setja bátana niður í höfninni fyrir þá sem koma með bátana landleiðina. Einnig er hægt að sjósetja báta í höfninni á Stað á Reykjanesi.

 

Á laugardagsmorgun verður haldið frá Reykhólum um kl. 9 og áformað er að sigla um s.k. Staðareyjar. Við Stað koma þeir, sem þaðan fara, til móts við þáttakendur (um kl. 10)  og síðan er siglt áleiðis um Skáleyjalönd og út í Hvallátur.

 

Staðarhaldarar í Hvallátrum munu kynna þáttakendum það starf sem þar fer fram, en þar er stunduð æðarrækt og dúntekja. Einnig mun Egill verða skoðaður og saga hans sögð.

Ráðgert er síðan að koma til baka seinni partinn.

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31