Tenglar

4. júlí 2008 |

Bátadagar á Reykhólum um helgina

Aðalsteinn á Hafdísi er seglbátnum Vinfasti til halds og trausts.
Aðalsteinn á Hafdísi er seglbátnum Vinfasti til halds og trausts.

Núna um helgina verður efnt til sýningar og siglinga á gömlum bátum (og einni nýsmíði eftir gömlum og merkum báti) utan við Reykhólahöfn (við Þörungaverksmiðjuna í Karlsey) og verður um bæði vélbáta og seglskip að ræða. Þar á meðal er seglbáturinn Vinfastur, sem er nýsmíðuð eftirmynd Staðarskektunnar svonefndu. Vinfastur fór í eftirminnilega sjóferð frá Stað á Reykjanesi fyrir nokkrum vikum eins og hér var greint frá. Myndin sem hér fylgir var tekin þá. Á Vinfasti eru bátasmiðirnir Hafliði Aðalsteinsson og Eggert Björnsson en Aðalsteinn Valdimarsson bátasmiður á Reykhólum fylgir á Hafdísi.

 

Að þessum bátadögum um helgina standa áhugamenn um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum. Ætlunin er að leggja úr höfn um eða upp úr klukkan tíu bæði á laugardagsmorgun og sunnudagsmorgun og sigla bátunum eitthvað fram eftir degi. Allir eru velkomnir að fylgjast með og skoða bátana og fræðast um þá.

 

Veðurspáin fyrir helgina er góð. Samt getur veður skipast skjótt í lofti og verður því að hafa allan fyrirvara varðandi áformaðar siglingar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31