17. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is
Bátadagarnir: Norðaustanáttin reyndi á báta og fólk
Eins og hér kom fram var Bátadögum á Breiðafirði 2014 frestað um vikutíma sakir veðurs. Þeir voru síðan haldnir dagana 12.-13. júlí og heppnuðust vel. Fyrri daginn var siglt á átta bátum grunnt með landi frá Reykhólum og út í Staðarhöfn. Bjart var í veðri en nokkuð stíf norðaustanátt og herti heldur. Það reyndi því aðeins á og vélar í tveim bátanna biluðu smávegis. Seinni daginn var mun betra veður og var þá siglt á fimm bátum inn á Djúpafjörð og síðan Þorskafjörð og þaðan til baka í Staðarhöfn.
Þetta kemur fram á vefnum Bátasmíði.is þar sem hér má finna mun ítarlegri frásögn af viðburðum Bátadaganna. Þar eru líka fengnar svipmyndirnar sem hér eru birtar sem sýnishorn af langtum fleiri myndum sem fylgja frásögninni.